Hvers vegna D-vítamín er nauðsynlegt fyrir góða heilsu

Einn milljarður manna um allan heim þjáist af skorti á D-vítamíni og flest okkar vita það ekki einu sinni. Lífsstíll okkar, búseta og jafnvel húðlitur hafa mikið að segja um getu líkama okkar til að framleiða og frásoga D-vítamín og eins og gildir um aðra heilsufarslega þætti er þetta afar einstaklingsbundið. En það er hægt að fylgjast með hvernig líkama okkar gengur og gera nauðsynlegar úrbætur sem eru sérstaklega mikilvægar þegar kemur að D-vítamíni.
Hvers vegna þjást þá svona margir af skorti í dag? Skortur á sólarljósi allt árið um kring og hættur tengdar magni sólarljóss eru tveir mikilvægir þættir. Búseta í borgum, að vinna innandyra, næring (eða skortur á henni), aldur, húðgerð og þyngd eru allt þættir sem hafa áhrif á getu líkamans til að taka upp nægjanlegt magn D-vítamíns. D-vítamín er eitt mikilvægasta næringarefnið og því ætti vitneskja um stöðu þess að vera hluti af öllum heilsu- og vellíðunaráætlunum.