Skip to main content

Þarmaheilsupróf

Er lífið að leiða þig í rétta átt?
Hlustaðu á þarmana – þeir hafa áhrif á heilsuna þína.

Þarmaheilsupróf

Er lífið að leiða þig í rétta átt?
Hlustaðu á þarmana – þeir hafa áhrif á heilsuna þína.

Í þörmunum er 70% af ónæmiskerfinu þínu* og hver angi þar inni er ólíkur. Að líta á þarmana, með einungis einum blóðdropa breytir öllu.

Líttu á alla flóruna í þörmunum. Taktu ábyrgð á eigin heilsu.

Mataræði og hvernig þú lifir hefur áhrif á hvort fæðan sem þú neytir verður að eldsneyti eða kveikir á streituviðbrögðum líkamans. Þegar þarmarnir eru í jafnvægi styðja þeir við allan líkamann. En ef sú er ekki raunin, þá getur það haft áhrif á orkustig og starfshæfni líkamans.

Kynntu þér þarmaheilsuprófið okkar
Næsta kynslóð þarmaheilsuprófa

Zinzino gut health test packaging on lilac background color

Í heimablóðprófinu, sem er það fyrsta sinnar tegundar, veitir þurra blóðsýnið innsýn í þarmaflóru líkamans – allt með einum blóðdropa.

Hver er minn ávinningur?

Fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir góða heilsu og lífsstíl með einum blóðdropa, engin hægðasýni nauðsynleg.

Innsýn og yfirlit yfir efnaskiptajafnvægi þarmana út frá fimm mismunandi heilsufarsvísum.

Image

Fylgstu með merkjum líkamans og finndu út hvort ónæmiskerfið þitt er í jafnvægi eða undir álagi.

Gott tækifæri til breytinga með því að sníða mataræði og lífsstíl út frá þarmaþörfum líkamans.

Svona byrjarðu ferðalagið þitt

Þarmarnir eru að tala. Finndu út hvernig á að hlusta.

Vísindamenn okkar hafa uppgötvað einstakan glugga inn í þarmastarfsemi líkamans sem byggir á því hvernig líkaminn brýtur niður mikilvæga amínósýru úr fæðunni. Með því að skoða hvaða merki þetta ferli skilur eftir sig í blóðinu, leiðir prófið í ljós hvernig þarmarnir og líkaminn vinna saman að því að styðja við almenna heilsu, sem birtist í 5 mismunandi heilsufarsvísum.

Tryptófan (TRP)
Nauðsynleg amínósýra sem líkami þinn og þarmabakteríur nota til að framleiða mikilvæg umbrotsefni – eins og IPA og KYN – sem hafa áhrif á þarma- og efnaskiptaheilsu.

Indól-3-própíónsýra (IPA)
Þegar mataræði inniheldur gæðafæðu með miklum trefjum þá dafna góðar bakteríur og breyta tryptófani í þarmaverndandi umbrotsefni sem nefnist IPA, og það eflir ónæmisstarfsemi og betri efnaskiptaheilsu í líkamanum.

Kynúrenín (KYN)
Ef mataræðið þitt er slæmt, ná slæmar bakteríur yfirhöndinni og tryptófan umbrotnar í streituviðbragðsefnið kynúrenín, sem er leið líkamans til að virkja ónæmiskerfið til að berjast gegn ójafnvæginu.

Heilsuyfirlit þarma
Heildarniðurstöður frá þörmunum gefa innsýn í hvernig þarmarnir, ónæmiskerfið og efnaskiptakerfið vinna saman að því að styðja líkamann.

IPA stig
Sýnir hve mikið er af umbrotsefninu IPA sem þarmabakteríurnar þínar framleiða til að halda efnaskiptunum í jafnvægi.

Stuðningur við ónæmiskerfið í örveruflórunni
Sýnir jafnvægið á milli IPA sem verndar þarmana og kynureníns sem bregst við streitu.

Skilvirkni þarmaflórunnar
Sýnir hversu vel þarmabakteríurnar þínar breyta tryptófani í IPA sem verndar þarmana.

Vísir um ónæmisálag
Sýnir hvernig ónæmiskerfið þitt bregst við - hvort sem það er undir streitu eða í rólegu og jafnvægisríkara ástandi, þökk sé hinu verndandi umhverfi þarmanna.

Image

Hvernig prófið virkar

Hvernig á að lesa úr prófinu

Vottun og örugg greining frá þriðja aðila

Nafnlausa blóðsýnið þitt er eingöngu greint af óháðu efnagreiningarstofunni Vitas til að tryggja rétta meðhöndlun og óhlutdrægar niðurstöður. Fræðast nánar

ImageMobile image

„Í rannsóknum mínum á þessu sviði uppgötvaði ég að tryptófan og umbrotsefni þess veita einstaka innsýn í þarmana og hjálpa okkur að skilja hvernig mataræði og lífsstíll hafa áhrif á bæði þarmastarfsemi og jafnvægi líkamans í heild sinni.“

Dr. Martina Torrissen,
Sérfræðingur í rannsóknum og þróun

Hugsaðu um þarmana þína og þeir munu hugsa um þig

Þarmarnir eru einstakir – mótaðir af fæðunni þinni, svefni og daglegri rútínu. Þegar það ríkir jafnvægi í þörmum þá nýtur allur líkaminn góðs af því. Viltu læra meira um mismunandi leiðir til að hjálpa þörmunum að styðja þig?

Tvö próf. Ljósmynd af heilsu þinni

BalanceTest blóðprófið okkar sýnir stöðu nauðsynlegra fitusýra í líkamanum og þarmaheilsuprófið skoðar efnaskiptamerki í þarmaflórunni og hvernig líkaminn er að bregðast við þeim merkjum.

Heimildir:
 
Fyrirvari:
Vinsamlegast athugið! Heilsuprófið er sjálfspróf sem er eingöngu ætluð til upplýsinga og niðurstöðurnar ætti ekki að nota til að greina, meðhöndla eða lækna.

Zinzino Blogg

Upplýsingar, fróðleikur og innblástur á sviði heilsu og vellíðunar.