Our website have detected that you are using an outdated browser that will prevent you from accessing certain features. Smelltu til að fá frekari upplýsingar.
Cart
Þín karfa

HÁMARKS HEILSA

Original Article
Download PDF

Það að hafa of mikið omega-6 og ekki nægilegt omega-3 í mataræðinu getur haft skaðleg áhrif á heilsu þína og reynst getur erfitt að ná jafnvægi á þessar nauðsynlegu fitusýrur. Zinzino hefur fundið lausn við þessu. Balance framtaksverkefni okkar, í samvinnu við BioActive Foods í Noregi, býður viðskiptavinum einfalda leið til að uppgötva hvora fitusýruna þeir þurfa meira eða minna af. BalanceTest inniheldur einfalt blóðpróf sem hægt er að taka hvar sem er og niðurstöður prófsins eru sendar áfram til löggiltrar rannsóknarstofu til greiningar. Þegar niðurstöðurnar eru svo birtar viðskiptavininum, fær hann að sjá nákvæmlega hver hlutföll hans eru og í framhaldi getur hann stýrt neyslu sinni á omega-3 og -6 á viðeigandi hátt. Út frá niðurstöðum blóðprófsins, býður Zinzino upp á fullkomið úrval af stuðningsvörum, svo sem olíur og hylki, til að hjálpa neytendum að ná ráðlögðum gildum sínum.

Dag Pettersen, forstjóri Zinzino, segir að prófið sé að reynast ákaflega vinsælt í norðurhluta Evrópu og mörkuðum í Ameríku. "Það er að skipta miklu máli í lífi fólks. Það er ótrúlegt. Fram til þessa höfum við greint omega-3 og -6 hlutföll u.þ.b 145.000 einstaklinga, og við eigum nú gagnagrunn með þessum upplýsingum sem sýnir okkur nákvæmlega hvernig tölurnar birtast frá einu landi til annars, sem og á milli markaða. Þetta hjálpar okkur við að þróa stuðningsvörur fyrir sérhvert landsvæði." Zinzino var stofnað árið 2005 og einkunnarorð fyrirtækisins er að 'við viljum bæta heilsu og hag allra manna' (e. aspire to inspire the health and wealth of all people). Höfuðstöðvarnar eru í Svíþjóð, allar grunnvörur eru þróaðar innanhúss og studdar af vísindarannsóknum.

Aðallega á því sviði að stuðla að heilbrigðri neyslu lífsnauðsynlegra fitusýra. Dreifikerfið nýtir beina sölu sem nálgun á persónulegan hátt, með viðskiptavinakynningum á Zinzino vörunum sem eru haldnar maður-á-mann, hópkynningar, eða á heimakynningum. Síðastliðinn áratug, hefur Zinzino tekist að byggja upp öflugt net sjálfstæðra sölumanna (partnera) til að auka umfang sitt og dreifa orðsporinu um lífsbætandi vörur sínar. Dag hefur verið hjá fyrirtækinu í meira en fimm ár, en á þeim tíma hefur hann séð fyrirtækið vaxa verulega. "Þetta hefur verið frábært ferðalag," segir hann.

"Það eru fullt af fyrirtækjum þarna úti sem eru að vaxa hratt, en það gleður mig að segja frá því að vöxtur okkar hefur alltaf verið sjálfbær. Við höfum verið fær um skila hluthöfum okkar hagnaði samtímis því að fjárfesta í framtíð okkar. Í dag eigum við okkar eigin verksmiðju og við þróum okkar eigin vörur, en í fortíðinni vorum við endursöluaðili annarra fyrirtækja. Ég er spenntur að halda áfram á þessari sjálfbæru vaxtarbraut sem við erum nú á; það er einn af hornsteinum fyrirtækisins. Vöxtur er okkur í blóð borinn og því fylgja kostir, svo sem möguleikinn á að bjóða upp á betri verð og vinnu í meira mæli. "Núverandi áhersla Zinzino er á útrás og vöruþróun. "Við erum í því ferli að uppfylla framtíðarsýn okkar á þessum sviðum og þetta mun gera okkur kleift að ná árangri í framtíðinni," segir Dag. "Við þurfum að vaxa og gera það sem þarf til að það geti orðið að veruleika. Fyrir þremur árum hleyptum við Zinzino af stokkunum í Bandaríkjunum og fyrr á þessu ári opnuðum við Þýskaland. Það hefur verið góð byrjun. Næsta skref er að vera í öllum löndum innan Evrópusambandsins, sem bætir auka átján löndum við þau fjórtán sem við höfum nú.


Vöruþróun er annað mikilvægt atriði fyrir okkur. Okkar nýjasta vara er olía með lífsnauðsynlegum fitusýrum unnum úr fiski, sem blandast í vatn og bragðast eins og sítróna. Það er ekkert fiskibragð sem fylgir á eftir. Þetta verður næsti stóri hlutur hjá okkur; þetta er mikil bylting og við erum mjög stolt af þessu." Dag segist ástríðufullur gagnvart rannsóknum og þróun fyrirtækisins og gerir sér grein fyrir að til að afhenda skilvirkustu vörurnar til viðskiptavinanna, þá þarf teymið og sjálfstæðu söluaðilarnir að fá nægilegt magn af þjálfun og fræðslu. Það er flókinn hluti af rekstrinum og þeim hluta þarf að veita nægilega athygli, bendir hann á. "Við verðum að forgangsraða þjálfun á vettvangi, tryggja að við höfum rétt markaðsefni, að við notum rétt orðalag um vörurnar okkar, og að lofa ekki einhverju sem ekki er hægt að standa við. "Þetta snýst um að finna út hvernig rúmlega tuttugu og fimm mismunandi hlutir passa fullkomlega saman. Á sama hátt og fallega svissneska úrið, sem virkar mögulega ekki ef einn hlut skortir í klukkuverkið sjálft. Fyrir okkur er verðlagning, markaðssetning, þjálfun, vöru- og markaðsverð, sem og keppinautar okkar, eitthvað sem við þurfum að ígrunda vandlega samhliða vöruþróuninni. Ég er virkilega ánægður með að við höfum gott starfsfólk innanhúss, því það hjálpar mikið. Við höfum komið okkur upp góðum vinnureglum í fyrirtækinu og allir skilja það hlutverk sem þeir gegna í velgengni Zinzino. "Fyrirtækjamenning okkar er opin og óformleg, þar sem starfsmennirnir eru hvattir til að tala opinskátt þegar þeir hafa hugmynd eða ábendingu. Það er vilji til að samþykkja breytingar og gagnsæi meðal allra starfsmanna.

VÖXTUR ER OKKUR Í BLÓÐ BORINN, OG Í HONUM FELAST TÆKIFÆRI TIL AÐ BJÓÐA BETRI VERÐ OG VINNA Í MEIRA MÆLI.

-Dag Pettersen

Við erum alltaf að reyna að bæta okkur," heldur Dag áfram. "Ég óttast ekki að breyta neinu til endurbóta fyrir fyrirtækið. Ég vil aldrei bara sætta mig við eitthvað. Ef einhverju þarf að breyta, þá gerum við það strax." Þegar Dag steig í forstjórasætið kynnti hann til sögunnar stefnumörkun til að leiða félagið áfram. Á hverju ári er þessi áætlun endurskoðuð til að tryggja að hún sé ennþá viðeigandi, og áherslur lagðar í framhaldi til næstu tveggja ára. "Ég legg gríðarlega áherslu á stefnumörkun," segir Dag. "Það er eitthvað sem við uppfyllum og áorkum daglega. Á nánast öllum kynningum sem ég held, tala ég um stefnu og tilheyrandi aðgerðir. "Fyrir 2016, var opnun nýrra markaða fyrsta áhersluatriðið. Númer tvö er að þróa nýjar vörur. Við höfum þegar gangsett eina nýja vöru á þessu ári og við erum í startholunum með tvær í viðbót. Ég er að reyna að byggja upp menningu fyrirtækisins í kringum þessa stefnu; ég hef verið að hamra á mikilvægi hennar undanfarin fimm ár. Allir geta séð hverju við erum að áorka og að ég, sem forstjóri, er að halda orð mín. ”

"Framtíðarsýn Zinzino er að hvetja til breytinga (e. inspire change in life). Fyrirtækið vill miðla þessari lífsspeki til eins margra og það getur, og er vel á veg komið með að ná markmiði sínu um 1 milljón viðskiptavini áður en 2020 rennur upp.

Original Article
Download PDF