Our website have detected that you are using an outdated browser that will prevent you from accessing certain features. Smelltu til að fá frekari upplýsingar.
Cart
Þín karfa

INSPIRE CHANGE IN LIFE

Síðan 2005 höfum við boðið hágæða, frumlegar og vísindalega prófaðar vörur til viðskiptavina okkar. Frá upphafi okkar höfum við vaxið upp í að vera eitt hraðast stækkandi fyrirtæki í beinni sölu í Evrópu. Við höfum haldið áfram sókn okkar og erum nú á 34 mörkuðum. "Kaizen" - stöðug framför - er grunngildi okkar sem og framtíðarsýnin að hvetja til breytinga Inspire Change in Life fyrir viðskiptavini okkar, fjölskyldu og vini.

Sagan okkar. Þetta byrjaði allt með
góðum KAFFIBOLLA

Þetta er sagan okkar. Frá upphafi og fram til dagsins í dag. Komdu með okkur í útrás með Zinzino heilsuhugtakið.
 1. ZINZINO
  = INSPIRE CHANGE IN LIFE

  • Samkomulag undirritað við Rombouts um einkaumboð í norðurhluta Evrópu.
  • Zinzino hefur göngu sína í maí, með 123spresso vél frá belgísk/franska kaffiframleiðandanum.
  • Noregur og Svíþjóð voru fyrstu tvö löndin til að opna. Danmörk opnaði fyrir sölu haustið 2005.
  • Nafnið Zinzino var fundið upp í sérstöku hugmyndaflæði (e. brainstorm) á upphafsfundi fyrirtækisins. Okkur líkaði nafnið einstaklega vel vegna þess að það hafði ekki sérstaka fyrri merkingu og við gátum því búið til okkar eigin merkingu. Einkunnarorð okkar er að hvetja til breytinga í lífi allra þeirra sem heyra um Zinzino (e. inspire change in life).
 2. FYRST OPNUÐUM VIÐ SVÍÞJÓÐ OG NOREG - SÍÐAN BÆTTUST FINNLAND OG FÆREYJAR VIÐ

  • Finnski markaðurinn opnaði árið 2006 og varð um leið fjórði markaðurinn sem fyrirtækið hóf starfsemi í.
  • Færeyjar voru opnaðar sem sérstakur markaður um haustið 2006, þrátt fyrir að landið sé hluti af Danmörku.
 3. SKRIFSTOFA Í NÆST STÆRSTU BORG SVÍÞJÓÐAR

  Fleiri starfsmenn voru ráðnir í þjónustuverið í Gautaborg og við héldum áfram áherslu okkar á að auka söluna í Skandinavíu.
 4. UNDIRBÚNINGUR FYRIR OPNUN FLEIRI MARKAÐA

  • Nýja vélin, Oh Expresso, var sett á markað í fjórum mismunandi litum.
  • Nýja vélin sló í gegn og söluveltan jókst.
  • Ísland fór í sérstaka foropnun. Á þessum tíma hafði Zinzino tileinkað sér þær grunnreglur og aðferðir sem eru nauðsynlegar til þess að opna fleiri markaði, en það var einmitt tilgangurinn eftir því sem fyrirtækið hélt áfram að vaxa.
 5. FRÁBÆRT ÁR FYRIR FRÁBÆRT KAFFI

  • Í september 2009, opnaði Ísland formlega sem sjötti markaður okkar.
  • Zinzino setti á markað fyrstu hálf-sjálfvirku vélina, sem einnig var fyrsta vélin með vörumerki Zinzino.
  • Hin alsjálfvirka SoPod vél var einnig sett á markað samhliða Zinzino vélinni.
 6. HVER SEM ER GAT NÚ FJÁRFEST Í FYRIRTÆKINU OKKAR.

  • 20. september var fyrirtækið gert opinbert og skráð á Aktietorget, sem er verðbréfaþing fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Svíþjóð. Þessar upphaflegu tvær viðskiptavikur leiddu til hækkunar gengis hlutabréfanna um meira en 20%. Nú gátu allir áhugasamir fjárfest í fyrirtækinu og keypt og selt hlutabréf á opnum markaði.
  • Á árshátíð fyrirtækisins í Gautaborg á þessu ári, var nýja Discovélin sett á markað. Vélin þótti vera lítil (árið 2010), hún var nýtískulega hvít með LED ljósum, gat breytt um marga mismunandi liti ásamt því að vera fullkomlega sjálfvirk vél.
 7. NÝR HLUTI EVRÓPU OG NÝR FORSTJÓRI. Á SAMA TÍMA.

  • Baltnesku markaðirnir; Eistland, Lettland og Litháen voru boðnir velkomnir í Zinzino fjölskylduna.
  • Zinzino tók vel á móti Dag Bergheim Pettersen sem varð nýr forstjóri fyrirtækisins.
 8. BALANCE ÁR!

  Zinzino keypti 6% af norska fyrirtækinu BioActive Foods AS og fékk einkarétt til að markaðssetja vörur þeirra og vöruhugtak. Þetta var upphafið á nýjum tímum og upphaf þess að Zinzino þróaðist í heilsueflingarfyrirtæki. Zinzino Balancehugtakið varð til.
 9. YFIR HAFIÐ OG Á TOPPINN.

  • USA fór í foropnun með Zinzino Balancehugtakið. Zinzino USA opnar skrifstofu í Jupiter, Flórída ásamt þjónustuveri fyrir Norður-Ameríku.
  • Ótrúlegt vaxtarár. Á fjórða ársfjórðungi var vöxturinn meira en 100%.
 10. BJÖLLUNNI HRINGT Á NASDAQ!

  • Á árshátíðinni okkar í október kynntum við Xtend - vöru sem eflir ónæmiskerfið og er hönnuð til að endurnýja húðina, auka orkuna ásamt því að bæta virkni beina og liðamóta.
  • Í október keypti Zinzino 85% í Faun Pharma AS - fullbúnu framleiðslufyrirtæki í Noregi með nútímalegri framleiðslugetu og mikilli reynslu í vöruþróun á heilsu-, næringar- og fæðubótarefnum ásamt snyrtivörum. "Fyrir Zinzino er þetta stefnumótandi fjárfesting sem mun hafa meiri háttar samlegðaráhrif þegar litið er til kostnaðar og mun auk þess bæta framlegð verulega", sagði forstjórinn Dag Bergheim Pettersen. Hin nýju húsakynni eru glæný og þar mun Zinzino gera rannsóknir, ásamt því að þróa og framleiða nýjar vörur á hagkvæman hátt og í miklum gæðum.
  • Í Desember fengum við formlegt samþykki fyrir skráningu á Nasdaq First North.
  • Zinzino keypti BioActive Foods og varð eini einstaki eigandi þess með 100 prósent af hlutafénu. Þessar tilteknu breytingar juku vöxt fyrirtækisins sem hóf útrás á Zinzino Balancehugtakinu.
 11. EITT AF 25 STÆRSTU OG VIRKUSTU FYRIRTÆKJUNUM Í HLUTABRÉFAVIÐSKIPTUM.

  • Zinzino jók eignarhlut sinn í Faun Pharma AS á fyrsta ársfjórðungi 2015 um 13,8 prósent og á nú 98,8 prósent í félaginu.
  • Hin alsjálfvirka, umhverfisvæna espressó vél EK-Oh var sett á markað í þeim löndum þar sem kaffið er í boði. Samhliða markaðssetningu nýju vélarinnar, var Zinzino Kaffi hleypt af stokkunum sem okkar eigin vörumerki.
  • Zinzino LeanShake var settur á markað - ný vara innan heilsuvöruflokksins Zinzino Health. Holl staðgöngumáltíð til þyngdarstjórnunar og hreysti sem mun hjálpa þér að léttast, byggja upp vöðva og ná jafnvægi á gerlaflóru þarmanna.
  • Zinzino er gjaldgengt á "First North Top 25" - sem eitt af 25 stærstu og mest versluðu hlutabréfum á Nasdaq First North.
  • Zinzino opnaði fyrir viðskipti í Kanada með stuðningi frá USA skrifstofunni í Jupiter, Flórída.
 12. ÞAKKA ÞÉR! 100.000 SINNUM!

  • Faun Pharma AS var löggilt sem ISO9001: 2008, sem er gæðavottun sem opnar nýja sölumöguleika og tryggir há vörugæði í framleiðslunni.
  • Zinzino opnar fyrir viðskipti í Þýskalandi og Póllandi með Zinzino heilsuvörurnar.
  • Zinzino eykur viðskiptamöguleikana og foropnar öll lönd Evrópusambandsins.
  • Zinzino SkinSerum - 24 tíma yngingarmeðferð var sett á markað.
  • Mikilvægum áfanga náð - 100.000 virkir viðskiptavinir!
 13. AUKINN VÖXTUR OG FJÁRFESTINGAR Í NETVERSLUN OG ÞJÓNUSTU

  • Zinzino BalanceOil Vegan var kynnt til sögunnar – ný vara í Zinzino Health vöruflokknum.
  • Zinzino Viva kom á markað - ný vara í Zinzino Health vöruflokknum.
  • Fræðsluforritið Go Core var sett á laggirnar fyrir snjallsíma og tölvur.
  • Nýir greiðslumöguleikar voru mögulegir í Þýskalandi í gegnum Giropay og SEPA direct debit.
  • Zinzino tók vel á móti Geir Smoland, nýjum forstjóra (CEO) Faun Pharma.
 14. Nýir markaðir, hraðari afhending og sjálfvirk samskipti

  • Árið 2018 var magnað hjá okkur! Við kynntum Zinzino á nýjum markaðssvæðum á borð við Ungverjaland, Spán, Austurríki, Sviss og Rúmeníu. 
  • Opnað var nýtt vöruhús í Mið-Evrópu til að geta afgreitt sendingar sem fyrst á sem hagstæðustu verði.
  • Við styrktum við tölvudeild okkar með mikilvægum mannaráðningum.
  • Við tókum um snjallgreiðslulausnir í netverslun okkar.
  • Við þróuðum verkfæri til sjálfvirkra samskipta við viðskiptavini og dreifendur.
 15. Ný vefsíða gangsett, samfélagsmiðlaáætlun og netverslun á heimsvísu

  • 2019 var metnaðarfullt ár hjá okkur! Við gangsettum nýja og hraðvirkari vefsíðu sem gerir auðvelt og skemmtilegt að versla, finna vörur og upplýsingar.
  • Við gangsettum alþjóðlega vefverslun okkar og bjóðum nú heilsuvörur okkar út um allan heim.
  • Við þróuðum samfélagsmiðlaáætlun okkar með áherslu á Instagram og Facebook, til að byrja með.
  • Einnig útfærðum við nýja og spennandi viðurkenningaráætlun studda af nýjum myndböndum, viðurkenningarskjölum og verðlaunum.
 16. Ferðalag og vöxtur Zinzino heldur áfram og 2020 verður spennandi ár fyrir Zinzino!

  • Við byrjuðum árið með því að tilkynna áætlanir okkar um að nýta stækkun okkar á heimsvísu inn á nýja og spennandi markaði til umtalsverða söluaukningar.
  • Við erum einnig stolt af því að byrja með nýja og alnáttúrulega vörulínu með splunkunýrri fyrsta flokks vöruhönnun sem viðbót við Zinzino vörulínuna.
  • Xtend+ og BalanceOil+ eru bara upphafið á því alnáttúrulega vöruúrvali sem boðið verður upp á síðar á árinu.
  • Ennfremur stefnum við að opnun fleiri markaða og að halda áfram að bæta upplifunina á vefnum okkar, vörumerki okkar og viðveru á samfélagsmiðlum.

LÍF ÞITT.
ÞETTA SNÝST ALLT UM BALANCE.

BioActive Foods AS er norskt hlutafélag í eigu Zinzino með þá framtíðarsýn að verða leiðandi á heimsmælikvarða við að leiðrétta og viðhalda eðlilegu jafnvægi á hlutfalli Omega-6 / Omega-3 fitusýra hjá einstaklingum með því að bjóða vísindalega mataræðisráðgjöf og hágæða vörur.
BETRI VÖRUR FYRIR BETRI DAGA

Faun Pharma AS var stofnað árið 2001 og er hlutlaust og virt framleiðslufyrirtæki fyrir mörg nafntoguð vörumerki m.a. fæðubótarefni, heilsumatvæli, íþróttanæringu og snyrtivörur. Í dag er Faun í eigu Zinzino og þar eru margar af Zinzino vörunum framleiddar.

Heimasíða: www.faunpharma.com

Vörur okkar eru mjög mikilvægar. Þetta er jafnvel enn mikilvægara. Við erum staðráðin í að skapa jákvæð áhrif í lífi barna um allan heim. Verkefni Zinzino sjóðsins er að veita stuðning og úrræði til að hjálpa drengjum og stúlkum úr fátækt og inn í menntakerfið.

Undanfarin ár hefur Zinzino stutt skóla í Karwi á Indlandi. Einn af nemendum skólans er 13 ára gamall Chotu Kumar. Í vor var hann innritaður sem nemandi við Ebenezer skólann, þökk sé góðgerðarstarfi sem hófst með Glocal Aid og Zinzino Charity. Chotu er í 8. bekk og er í sjöunda himni með verkfærin og skólabúninginn sem hann fékk. LESA NÁNAR »