Cart
Þín karfa

Ek'Oh pod machine, black

Umhverfisvæna espressokaffivélin EKoh er stílhrein, nútímaleg og hentar vel inn í hvaða eldhús sem er. Vélin er sjálfvirk og framleidd í Frakklandi þar sem hún er gerð úr umhverfisvænu plasti. EKoh vélin er gerð fyrir 21 bars þrýsting og hefur tvo takka fyrir stóran og lítinn espresso, sem hægt er að stilla að eigin vali. Þú einfaldlega setur uppáhaldskaffipúðann þinn í vélina, ýtir á takkann og vélin útbýr espresso með fullkominni froðu.

Smásöluverð
445 € (20,00 cr)
Premier áskriftarverð
395 €

Upplýsingar um vöru

EK’Oh

ALSJÁLFVIRK ESPRESSÓVÉL
  • FULLKOMINN
  • ESPRESSÓ
  • 21 BÖR AF ÞRÝSTINGI BRUGGAST SAMSTUNDIS

FÁANLEG Í HVÍTU EÐA SVÖRTU

KAFFIÐ OKKAR

KAFFIFRAMLEIÐANDINN

Kaffiframleiðandi okkar er Rombouts kaffibrennslan sem stofnuð var í Antwerpen, Belgíu, árið 1896. Malongo er systurfyrirtæki Rombouts í Nice í Frakklandi. Fyrirtækið er enn í eigu Rombouts fjölskyldunnar sem er stolt af hefðum sínum og ástríðu fyrir kaffi. Markmið þess er að bjóða upp á kaffi í hæsta gæðaflokki í gegnum sérvalda framleiðendur frá litlum plantekrum – helst Fairtrade – með einstökum bragðgæðum. Baunirnar eru handtíndar og framleiddar með blautu aðferðinni. Hver einasti kaffisekkur er skoðaður og baunirnar eru síðan hægristaðar og þeim pakkað inn. Þetta hefur gert það að verkum að meðal viðskiptavina þeirra er konungsfjölskyldan í Belgíu ásamt virtustu hótelum og flugvöllum í heimi eins og í París, New York, Tókýó og Dubai.

FAIRTRADE

Rombouts & Malongo var fyrsta kaffibrennslan til að hefja samstarf við Fairtrade árið 1992 og hefur síðan þá verið leiðandi kaffibrennsla fyrir Fairtrade-kaffi í Evrópu. Hún skuldbatt sig með einstökum hætti við Fairtrade-búskap strax frá upphafi og viðheldur persónulegum og nánum samskiptum við alla samstarfsaðila sína sem hún heimsækir og skoðar á hverju ári. Venjulegir framleiðendur kaupa aðeins baunirnar. Frá árinu 2007 hefur Rombouts & Malongo rekið Malongo-stofnunina sem hefur það að markmiði að vinna að og styðja verkefni í heilbrigðisþjónustu, vernd barna og sambærileg félagsleg málefni í samvinnu við Fairtrade-stofnanir á hverjum stað. Árlega styður hún
mismunandi verkefni Fairtrade-samstarfsaðila hvað varðar vistvæna ræktun og samgöngukerfi á staðnum.

KAFFE

Kaffipúðarnir okkar eru framleiddir af Rombouts & Malongo, sem var stofnað í Antwerpen í Belgíu árið 1896, og er ein af vönduðustu kaffibrennslum Evrópu. Malongo er systurfyrirtæki Rombouts, í Nice í Frakklandi. Fyrirtækið er enn í eigu stofnfjölskyldunnar sem er stolt af hefðum sínum og ástríðu fyrir kaffi. Við notum aðeins bestu Arabica-baunirnar í kaffið okkar. Plantekrur sem eru hátt uppi í fjöllunum hafa oft mjög góð skilyrði til að ná fram betra bragði og meiri gæðum. Við handtínum aðeins ber sem eru á réttu þroskastigi til að ná fram rétta bragðinu. Ef við þurfum að gera kaffið bragðsterkara notum við einnig Robusta-baunir af bestu gerð. Að lokum hægristum við baunirnar í 20 mínútur við lágan hita, um 230 °C, til að ná fram öllum ilminum. Við bjóðum upp á púða sem henta fyrir stutta espressó, 4–10 cl, og langa espressó, 10–14 cl. Kaffimagnið sem fæst úr einum púða fer eftir því hvernig baunirnar eru malaðar. Púðarnir eru seldir 12 saman í pakka eða í stórum kössum sem innihalda 192 púða.