Cart
Shopping cart

Hittu merkisbera okkar

Líf í jafnvægi býður upp á endalausa möguleika. Afreksfólkið sem ber vörumerkið okkar á erminni er sannur vitnisburður um það. Þetta eru persónulegar sögur þeirra.

Windsurfer Sebastian Kornum has his sights set on the 2024 Olympics.

Seglbrettakappinn sem er á leið á Ólympíuleikana. Eina bylgju (og eitt BalanceShot) í einu

Vatnaíþróttir eru ekki efstar á vinsældalistanum á Norðurlöndunum og er Danmörk þar engin undantekning, en óhætt er að segja að Sebastian Kornum hafi heillast af seglbrettinu. Ef þú sameinar brimbrettasvif, siglingar, sjóskíði, snjóbretti og töfrandi landslag er útkoman seglbrettasvif.
Sebastian líður best á vatninu og hefur sett stefnuna á Ólympíuleikana með áherslu á nýja nálgun á íþróttina: vindsvif (e. wind foiling). Að fljúga hátt er svo sannarlega nafnið á leiknum.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Sebastian

Mariell vann gullið á HM í kickboxi.

Kickboxarinn Mariell Gaassand Straum ögrar staðalímyndum um hlutverk kynjanna

Hver segir að kickbox sé bara fyrir „stráka“? Ekki Mariell Gaassand Straum, 23 ára kickboxari frá Noregi. Í góðum félagsskap með bræðrum sínum, Patrick og Raymond (báðir atvinnumenn), mynda þau magnað þríeyki sem í sameiningu er að slá met út um allt. Þótt kickbox sé vissulega bardagaíþrótt krefst hún mikillar einbeitingar og flæðis. Fyrir Mariell er Zinzino orðinn einn helsti styrkur hennar í hringnum.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Mariell

Ingvild Brattekleiv hefur hlotið margar viðurkenningar á sænskum og norskum mótum

Hið nýja Omega-6:3 hlutfall Ingvild Brattekleiv er einn af hennar stærstu sigrum

Ingvild Brattekleiv náði 47. sæti í vegahjólreiðakeppni kvenna á norska meistaramótinu árið 2020. Þessi 29 ára gamla ævintýrakona er ein af þessum manneskjum sem unir sér best utandyra. En hún er ekki við eina fjölina felld. Á meðal margra hatta (raunar hjálma) hennar eru „einkaþjálfari“, „íþróttafræðingur“, skíðamanneskja og talskona Zinzino.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Ingvild

Sænski atvinnuknattspyrnumaðurinn Emil Krafth sem leikur nú með Newcastle United

Emil Krafth hefur fundið lykilinn að því að skora hátt bæði innan og utan vallar

Þessi sænski atvinnumaður í fótbolta, sem núna spilar hægri bakvörð fyrir Newcastle United, hefur verið iðinn við íþróttina alla ævi og veit að þetta er harður sannleikur sem þú þarft einfaldlega að læra að lifa með. Eða það var að minnsta kosti það sem Emil Krafth hélt áður en hann bætti sérsniðnum fæðubótarefnum við heilsuprógrammið sitt.

LESTU SÖGUNA

Uppáhalds vörur Emil

Finnska blak- og strandblakkonan Riikka Lehtonen

Hin finnska Riikka Lehtonen, sem er stjörnuleikmaður í strandblaki, er gott dæmi um hvers vegna maður á aldrei að gefast upp

Riikka Lehtonen, sem hefur getið sér orð sem sigursælasta blakkona Finnlands, hefur spilað sem atvinnumaður fyrir hin ýmsu félög í Evrópu. Hún hafði verið atvinnumaður í 14 ár þegar ferill hennar náði nýjum hæðum í strandblaki.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Riikka

Suður-afríski ruðningsmaðurinn Carel Greeff sem spilar nú fyrir Rovigo Delta

Ákvörðun um að breyta til breyttist í einstakt tækifæri fyrir ruðningsmanninn Carel Greeff

Þegar hann var 23 ára gamall ákvað hann að hætta í ruðningi og róa á önnur mið í lífinu. Ári síðar hafði gamall þjálfari samband við hann og innan tíðar var Carel Greeff valinn í atvinnumennsku í ruðningi. Í dag hefur þessi Suður-Afríkumaður lífsviðurværi af íþróttinni sem hann gat ekki snúið baki við. Og í ljósi árangursins hingað til má hann sannarlega vera ánægður með þessa afdrífaríku ákvörðun.

LESTU SÖGUNA

Uppáhalds vörur Carel

Ras Sarunas Rasalas, hjólabrettakappi frá Litháen

Efling líkama og anda hefur skilað hjólabrettakappanum Ras Sarunas Rasalas afburðaárangri

Ras Sarunas Rasalas er ekki bara goðsögn í heimi hjólabrettabruns, heldur er hann líka öðrum hvatning til dáða vegna aðdáunarverðs lífsviðhorfs síns. „Óhamingjusamastir eru þeir sem ekki hafa hugrekki til að dreyma.“ Þetta er lífsspeki sem á ekki aðeins við í heimi hjólabrettabruns.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Ras

Lukas Osladil, IFBB atvinnumaður í vaxtarrækt frá Tékklandi

Þungavigtamaðurinn Lukas Osladil lyftir sér á toppinn, í fullkomnu jafnvægi

Eftir að hafa náð fjórða sæti á fyrsta mótinu sínu árið 1996 hefur Zinzino merkisberinn Lukas Osladil sannað sig sem einn af bestu vaxtaræktarmönnum í heimi. Lukas vinnur til nýrra verðlauna á hverju ári og er hvergi nærri hættur. Á meðal móta þar sem hann hefur náð fyrsta sæti eru Arnold Classic í Brasilíu, Vancouver og Toronto Pro, og IFBB Europa Phoenix Pro.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Lukas

Des'ree Barnes, BMX heimsmeistari og lyftingakona frá Ástralíu

Des'ree Barnes, heimsmeistari í BMX hjólreiðakeppni, lyftingakona og enn aðeins táningur

Des’ree Barnes sker sig úr. Þegar hún var aðeins sex ára gömul vann hún fyrsta heimsmeistaratitil sinn í Challenge Class flokki á UCI BMX heimsmeistaramótinu. Síðan þá hefur „Desi Racer“ (gælunafn sem hún nældi líka í) unnið fjóra heimsmeistaratitla til viðbótar.

LESTU SÖGUNA

Uppáhalds vörur Des'ree

Litháíski sundmaðurinn Edgaras Matakas sem hefur keppt á Ólympíuleikum fatlaðra

Blindi sundmaðurinn Edgaras Matakas vinnur gullið með því að huga að eigin jafnvægi, bæði í lauginni og í lífinu

Þegar hann var 17 ára varð Edgaras Matakas frá Kaunas í Litháen fyrsti blindi Litháinn til að keppa á Ólympíuleikum fatlaðra og það aðeins tveimur árum eftir að hann missti sjónina. Þegar augun gátu ekki vísað honum veginn lengur fann hann griðastað í sundlauginni. Sund varð ómissandi þáttur í lífi Edgaras og hann tryggði sér gullið með frjálsri aðferð á heimsmeistaramótinu í sundi fatlaðra.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Edgaras

Morten Aamodt, atvinnumaður í aflraunum og næststerkasti maður í heimi

Morten Aamodt, náttúrulega næststerkasti maður í heimi, „finnur muninn“ með Zinzino

Það er óvænt náttúruleg hlið á aflraunamönnum. Ólíkt vaxtarrækt, þar sem áhersla er lögð á stóra vöðva, fagurfræði og að spenna olíuborna handleggi, snúast aflraunir og það að vera náttúrulega sterkasti maður í heimi um styrk – hver getur lyft mestri þyngd, en ekki hver lítur best út á sviði.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Morten

Krista Uzare, lettneskur sjósleðakappi og heimsmeistari árið 2018

Krista Uzare, heimsmeistari á sjósleða

Atvinnusjósleðakeppandi hlýtur að vera nálægt því að tróna efst á lista yfir „svölustu störf í heimi“. Krista Uzare frá Lettlandi byrjaði að keppa á sjó eftir að pabbi hennar hvatti hana til þess, en hann var sjálfur skíðameistari. Frá árinu 2010 hefur Krista keppt víðs vegar um heiminn. Hún er aðeins 25 ára gömul og árangur hennar er gott dæmi um hörku framkvæmdagleði.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Krista

Clas Björling, þríþrautarmaður og nú þríþrautareinkaþjálfari og -fyrirlesari

Það er fátt sem stöðvar Clas Björling, atvinnumann í þríþraut og ævintýrakeppni

Fyrir suma íþróttamenn er ekki auðvelt að velja eina grein. Sem dæmi má nefna Clas Björling og ástríðu hans fyrir hjólreiðum, sundi og hlaupi. Hann vílar ekki fyrir sér að keppa í 30 kílómetra víðavangshlaupi… 90 kílómetra skíðagöngu… eða að synda þriggja kílómetra sund og hjóla svo 300 kílómetra. Þetta er líf og yndi Clas, atvinnumanns í þríþraut og ævintýrakeppni.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Clas

Gunn-Rita Dahle Flesjå, gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum 2004 og tífaldur heimsmeistari

Gunn-Rita Dahle Flesjå, 19-faldur gullverðlaunahafi í fjallahjólreiðumå

Gunn-Rita Dahle Flesjå hefur náð toppnum og upplifað draum atvinnuíþróttamannsins: Gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Hún hefur hjólað síðan hún var sex ára - ástríða sem færðist yfir í fjallahjólreiðar þegar hún varð 22 ára. Fyrir Gunn-Rita er ástríða hennar ekki einskorðuð við íþrótt hennar, því dálæti á fjöllum er náttúrulega eldsneytið hennar.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Gunn-Rita

Rain Brandt, atvinnumaður í K1 tæboxi

Tæbox atvinnumaðurinn Rain Brandt, berst með bjartsýnina að vopni (og Zinzino)

Atvinnumennska í bardagaíþróttum hefur ekki sérlega góð áhrif á líkamann sjálfan. En fyrir hinn ævinlega bjartsýna Thai box atvinnumann Rain Brandt, er besta leiðin til að forðast meiðsl að borða vel og taka inn réttu vörurnar.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Rain

Alpaskíðakonan Sara Hector, sigurvegari á fimm heimsbikarmótum og tveimur Ólympíuleikum

Zinzino átti þátt í að bjarga ferli Söru Hector

Sara Hector er ein af 10 bestu skíðakonum heims en ferill hennar tók næstum snemmbæran enda. Þegar hún var 27 ára var hún á toppnum með fjölda verðlauna, þar á meðal fimm heimsbikarmót og tvo Ólympíuleika í röð.

LESTU SÖGUNA

Uppáhaldsvörur Söru

Jernej Simončič, professional sim racer from Slovenia.

How to make the A-list of E-sport race car driving by Jernej Simončič

While the rest of the world was slowing down, Slovenian e-sportsman Jernej Simončič did the opposite, speeding into #1 Formula Sim Racing World Champion position. His long track record of driving feats embodies a new kind of athlete, especially in the “everything is remote” era. Although Jernej isn’t physically bumping against other cars, racing around a circuit, he needs the same amount of mental stamina and agility that accelerates his mind into balance.

READ THE STORY

Jernej's favorite products

Tengstu merkisberum okkar á Zinzino Blog