Cart
Shopping cart
Heilsa • föstudagur, 31. mars 2023 • 3 min

Allt sem þú þarft að vita um þarmaheilsu

By Zinzino

Þarmarnir hafa löngum verið kallaðir „annar heilinn“. En á undanförnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á hversu mikilvægir þarmarnir eru fyrir heilsu og vellíðan. Í þörmunum þínum eru 500 milljónir taugafrumna sem tengjast heilanum í gegnum taugakerfið. Að heiðra þetta mikilvæga kerfi er ómissandi þáttur í því að koma jafnvægi á líkamann (og lífið).

Mikilvægi heilbrigðra þarmagerla

Af um það bil 40 billjónum gerla í líkamanum lifa flestir í þörmum. Þetta er það sem er kallað þarmaflóran. Truflanir á þarmaflórunni geta stafað af ákveðnum matvælum, sýklalyfjum, of lítilli neyslu trefja og kyrrsetu.

Þarmaflóran hefur bein áhrif á meltingu, ónæmiskerfið, blóðsykur og fjölmargt annað. Það sem er mikilvægt að vita er að þú getur endurreist þarmaflóruna með réttri næringu og fæðubótarefnum ef þörf krefur, reglulegri hreyfingu og lífsstíl með lágmarks streitu og eiturefnum.

Hvað er átt við með heilbrigðri þarmaflóru?

Mataræði okkar nú til dags er ekki eins næringarríkt og það var áður. Það inniheldur mikið af sykri og lítið af trefjum, er mikið unnið og inniheldur fullt af tómum kaloríum og ekki nóg af Omega-3. Allt þetta skapar ójafnvægi á milli nauðsynlegra fitusýra í fæðunni okkar og gæti truflað þarmaflóruna. Hún inniheldur trilljónir örvera sem samanstanda aðallega af gerlum. Sumir þessara gerla geta verið gagnlegir og sumir geta verið skaðlegir. Líkaminn þarf jafnvægi til að starfa vel. Reglulegar hægðir, engin uppþemba, gas eða óþægindi eru allt merki um heilbrigða þarma.

Til að bæta þarmaflóruna og viðhalda heilbrigðum þarmagerlum þarftu að skilja matinn sem þú borðar og hvað heldur þörmunum þínum ánægðum. Þegar meltingarkerfið er í góðu standi bregst líkaminn ekki illa við mat eða utanaðkomandi kveikjum eins og streitu. Aftur á móti geta magavandamál, þreyta, matarlöngun og þyngdarsveiflur verið merki um að þú þurfir að bæta þarmaheilsuna.

Kolvetni úr jurtum hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna. Reyndu að borða fjölbreytta fæðu eins og grænmeti, belgjurtir, baunir, ávexti og heilkorn. Auka neyslu þína á trefjum, flórubætandi góðgerlum, gerjuðum matvælum og pólýfenólum með mikla andoxunargetu.

Flórubætandi góðgerlar fyrir þarmaheilsu

Þegar þú býrð til þarmavæna mataráætlun er gott að vita muninn á tveimur mismunandi tegundum þarmabætandi góðgerla, svokölluðum bætibakteríum og bætibakteríuörvandi efni. Bætibakteríur eru lifandi örverur í matvælum eða fæðubótarefnum sem eru gagnlegar fyrir meltingarkerfið. Bætibakteríuörvandi efni eru trefjaefni sem þessir gerlar í þörmunum þínum nærast á. Bæði bætibakteríur og bætibakteríuörvandi efni eru góð fyrir þarmaheilsuna með því að vernda þig gegn skaðlegum bakteríum og sveppum sem finnast í þörmum.

Viltu bæta þarmaheilsuna með mataræðinu þínu? Til að fá bætibakteríuörvandi efni skaltu borða meira af grænmeti, ávöxtum og heilkorni – banönum, lauki, hvítlauki, ætiþistlum, berjum, belgjurtum, baunum, höfrum, aspas, blaðlauki, eplahýði og síkóríurrót.

Þú getur aukið bætibakteríur með því að neyta gerjaðrar fæðu á borð við jógúrt, kombucha, súrsað grænmeti, misósúpu, súrkál, kimchi, tempeh og sojabaunir. Leitaðu að lifandi gerlum á innihaldsefnalistanum. Til dæmis bifidobacterial og lactobacilli.

man-with-productbox.jpeg

Matvæli með bætibakteríur fyrir gerjun þeirra

Það sem gerir gerjaðan mat tilvalinn fyrir þarmaheilsuna er að sykurinn er brotinn niður af gersveppum eða gerlum. Gerjuð matvæli og drykkir eru framleiddir með stýrðum örveruvexti og ensímvirkni sem breyta sumum innihaldsefnum í önnur efnasambönd.

Það er auðveldara að melta þessi matvæli sem gerir næringarefni aðgengilegri og hjálpar til við að endurheimta jafnvægi í þörmunum.

Skynsamlegt næringarval ásamt prófunarbyggðum, vísindalega sönnuðum náttúrulegum fæðubótarefnum munu styrkja þarmana þína (og þig) og þannig bæta heilsuna.

Hvernig ZinoBiotic+ getur hjálpað þér

Hlúðu að þörmunum þínum með ZinoBiotic+, sérsniðinni blöndu af átta náttúrulegum trefjaefnum til að styðja við vöxt góðgerla. ZinoBiotic+ bætir hægðir, dregur úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir og hjálpar þér að viðhalda góðum kólesterólgildum*.

Þessi glútenlausa, ketóvæna, óerfðabreytta og vegan trefjablanda veitir þér fjölbreytt náttúruleg næringarefni sem oft er ekki að finna í venjulegu mataræði.

hand-with-zinobiotic.jpeg

Nærðu þarmana rétt svo að heilsan þín verði eins góð og mögulegt er. Skapaðu jafnvægi í heiminum og byrjaðu á þínu eigin vistkerfi. ZinoBiotic+ er í duftformi og það má því bæta í þeytinga, strá því ofan á jógúrt eða setja það í glas af vatni eða safa.

Skoðaðu uppskrift að þeytingi sem er hollur fyrir þarmana hérna.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.