Cart
Shopping cart
Heilsa • miðvikudagur, 31. janúar 2024 • 3 min

Hvernig lýsi og Omega-3 bæta almenna heilsu

By Zinzino

Lýsi er á meðal vinsælustu og mest notuðu fæðubótarefnunum sem eru fáanleg í dag. Það er sérstaklega vinsælt hjá fólki sem borðar ekki mikið fiskmeti og líka hjá óléttum konum. En þar sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur nauðsynlegar Omega-3 fitusýrur geta allir notið góðs af því að taka þessi næringarríku fæðubótarefni.

Lýsi er nauðsynlegt

Lýsi er framleitt úr fiski sem er auðugur af Omega-3, sem innifelur EPA, DHA og DPA. Nútímalegt vestrænt mataræði inniheldur meira af Omega-6 en Omega-3 sem getur raskað hinu mikilvæga fitusýruhlutfalli. Neysla Omega-3 gerir okkur afar gott því líkamar okkar þarfnast nauðsynlegra Omega-3 fitusýra til að starfa eðlilega.

Lýsi er gott fyrir kólesterólið og lækkar blóðþrýsting 

EPA og DHA sem er að finna í Omega-3 stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans1, viðhaldi eðlilegra þríglýseríðgilda í blóði2og stöðugum blóðþrýstingi3.

Auk þess að vera gott fyrir hjarta- og æðakerfið styður Omega-3 við eðlilega heilastarfsemi4 og sjón5. Vernd hjartans, heilans og sjónarinnar eru svo sannarlega nægar ástæður til að taka lýsi. BalanceOil+ frá Zinzino gerir hins vegar enn meira.

BalanceOil+ er vísindalega vottuð uppskrift með hreinu lýsi, hágæða extra virgin ólífuolíu og náttúrulegu D3-vítamíni. Hún er hönnuð til að koma jafnvægi á Omega-hlutfall líkamans á varfærinn hátt, stilla og viðhalda EPA og DHA gildum og verja frumur gegn oxunarálagi6, og hefur því fjölbreyttan ávinning umfram lýsi.

Omega-3 gerir meira en að styðja við heilbrigði hjarta, heila og frumna

Það hjálpar að viðhalda magni kalsíums í blóði7, eðlilegum beinum8, vöðvastarfsemi9, tönnum10, frumuskiptingu11 og ónæmiskerfi12. Og það sem er enn betra, olíusýra veitir hjartanu aukinn stuðning með því að viðhalda eðlilegum kólesterólgildum í blóði13.

Njóttu allra 15 EFSA-samþykktu jákvæðu heilsuáhrifanna með einföldum daglegum skammti af BalanceOil+ (sem byggir á einstaklingsmiðuðum BalanceTest niðurstöðum).

 

couple-walking.jpeg

Gæði skipta máli til að fá hámarksávinning af lýsi

Zinzino BalanceOil+ vörulínan inniheldur lýsi sem er framleitt á sjálfbæran hátt úr litlum uppsjávartegundum eins og ansjósum, sardínum og makríl sem eru auðugar af Omega-3 fitusýrunum EPA og DHA. Varan er vottuð af Friend of the Sea, alþjóðlegum vottunarstaðli fyrir vörur og þjónustu sem virða og vernda lífríki hafsins. Það þýðir að lýsið er náttúrulegt og sameindaprófað fyrir eiturefnum til að tryggja öryggi, ferskleika og óviðjafnanlegan hreinleika. Hins vegar fara öll hágæða, hreinu Omega-3 fæðubótarefnin í gegnum hreinsunarferli sem losar ekki aðeins lýsið við aðskotaefni, heldur tapast pólýfenólarnir líka. Þessi kraftmiklu snefilefni, full af andoxunargetu, finnast náttúrulega í feitum fiski til að veita vörn gegn oxun, hámarka frásog í líkamanum og tryggja að Omega 3-efnin fái að virka í frumuhimnum líkamans.

Extra virgin ólífuolía hámarkar frásog

Andoxunarefnisauðugir pólýfenólar úr hágæða ólífum eru það næsta sem hægt er að komast þeim sem finnast náttúrulega í fiski og Zinzino var eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að bæta þessu andoxunarauðuga innihaldsefni við vísindalega sannaða uppskrift sína. Hin einstaka uppskrift Zinzino BalanceOil+ vörulínunnar er samverkandi blanda sem byggir á 60% hreinu lýsi úr villtum smáfiski og 40% kaldpressaðri extra virgin ólífuolíu með pólýfenólum úr hágæða ólífum og Omega-9.

Við erum öll ólík og það hversu mikið líkami þinn frásogar af Omega-3 fæðubótarefninu hefur mikið að gera með þætti eins og þyngd þína, magasýru, genagerð og jafnvel ákveðin ofnæmi. BalanceTest Zinzino mun sýna fitusýrustöðuna þína og leiðbeina þér við að velja Omega-3 fæðubótarefni sem henta þínum líkama. Gættu þess að velja fæðubótarefni eins og BalanceOil+  sem er öruggt, náttúrulegt og í skammtastærðum sem eru sniðnar að þinni einstöku fitusýrustöðu.

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.

1. DHA and EPA contribute to the normal function of the heart

EPA og DHA stuðla að eðlilegri hjartastarfsemi. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn af EPA og DHA sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR Omega-3 FITUSÝRUR samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn skuli upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 250 mg af EPA og DHA.

2. DHA and EPA contribute to the maintenance of normal blood

DHA og EPA stuðla að því að viðhalda eðlilegu þríglýseríðmagni í blóði. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda 2 g dagskammt af EPA og DHA. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 2 g af EPA og DHA. Þegar þessi fullyrðing er notuð um fæðubótarefni og/eða efnabætt matvæli skulu neytendur einnig upplýstir um að ekki skuli taka inn meira en sem nemur 5 g af ráðlögðum dagskammti af EPA og DHA samanlagt. DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegum þríglýseríðgildum í blóði. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda 2 g dagskammt af DHA og innihalda DHA ásamt eikósapentaensýru (EPA). Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 2 g af DHA. Þegar þessi fullyrðing er notuð um fæðubótarefni og/eða efnabætt matvæli skulu neytendur upplýstir um að ekki skuli taka inn meira en sem nemur 5 g af ráðlögðum dagskammti af EPA og DHA samanlagt.

3. DHA and EPA contribute to the maintenance of normal blood pressure

DHA og EPA stuðla að því að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem veita 3 g dagskammt af EPA og DHA. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 3 g af EPA og DHA. Þegar þessi fullyrðing er notuð um fæðubótarefni og/eða efnabætt matvæli skulu neytendur upplýstir um að ekki skuli taka inn meira en sem nemur 5 g af ráðlögðum dagskammti af EPA og DHA samanlagt.

4. DHA contributes to the maintenance of normal brain

DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegri heilastarfsemi. Fullyrðinguna má aðeins að nota um matvæli sem innihalda a.m.k. 40 mg af DHA í hverjum 100 g og fyrir hverjar 100 kkal. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 250 mg af DHA. Inntaka dókósahexensýru (DHA) mæðra stuðlar að eðlilegum heilaþroska hjá fóstrum og börnum sem eru á brjósti. Veita skal barnshafandi konum og konum með börn á brjósti upplýsingar þess efnis að dagleg inntaka DHA þurfi að vera 200 mg til viðbótar við ráðlagðan dagskammt af Omega-3 fitusýrum fyrir fullorðna, þ.e. 250 mg af DHA og EPA. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k. 200 mg dagskammt af DHA.

5. DHA contributes to the maintenance of normal vision

DHA stuðlar að því að viðhalda eðlilegri sjón. Fullyrðinguna má aðeins að nota um matvæli sem innihalda a.m.k. 40 mg af DHA í hverjum 100 g og fyrir hverjar 100 kkal. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 250 mg af DHA. Inntaka dókósahexensýru (DHA) stuðlar að eðlilegum sjónþroska ungbarna upp að 12 mánaða aldri. Neytandinn skal upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 100 mg af DHA. Þegar þessi fullyrðing er notuð um þurrmjólk fyrir ungbörn eldri en hálfs árs skulu a.m.k 0,3% af fitusýrum hennar vera DHA.

6. Olive oil polyphenols

Pólýfenólar í ólífuolíu stuðla að verndun fituefna í blóðinu gegn oxunarálagi: Að skipta mettaðri fitu í mataræði út fyrir ómettaða fitu stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólesteról-gilda í blóði. Olíusýra er ómettuð fita. Þessa fullyrðingu má aðeins nota um ólífuolíu sem inniheldur a.m.k. 5 mg af hýdroxýtýrósóli og afleiðum þess (þ.e. ólevrópein efnasambönd og týrósól) í hverjum 20 g af ólífuolíu. Fullyrðingin krefst þess að neytandinn sé upplýstur um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 20 g af ólífuolíu.

7. Vitamin D calcium levels

D-vítamín stuðlar að eðlilegu kalsíummagni í blóði. Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

8. Vitamin D normal bones

D-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina. Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

9. Vitamin D normal muscle function

D-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi. Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

10. Vitamin D normal teeth

D-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegrar tannheilsu. Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

11. Vitamin D cell division

D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í frumuskiptingarferlinu. Einungis má nota fullyrðinguna um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í Viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

12. Vitamin D contributes to immune system

D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k. það magn D-vítamíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR D-vítamín samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006

13. ALA stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda

ALA stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn af ALA sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR OMEGA 3 FITUSÝRUR samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006. Neytendur skulu upplýstir um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 2 g of ALA.