Hvað er betaglúkan og hvernig getur það bætt heilbrigði meltingarvegarins?

Þetta er fínt nafn yfir ákveðna gerð leysanlegs trefjaefnis. Það samanstendur af sykursameindum (fjölsykrum) sem fyrirfinnast í frumuveggjum gerla, sveppa, gersveppa, þörunga, fléttna og plantna. Hafrar eru auðugir af trefjum sem innihalda betaglúkan, og einnig er mikið af því að finna í hveiti, heilkorni, þangi, þörungum og tókasveppum. Betaglúkan er álitið hafa mörg jákvæð heilsufarsleg áhrif, meðal annars á þarmana og ónæmiskerfið. Þess vegna innhalda sum fæðubótarefni betaglúkan. Líkaminn framleiðir heldur ekki betaglúkan sjálfur.
Jákvæð heilsufarsleg áhrif betaglúkans
Leysanleg trefjaefni eins og betaglúkan brotna auðveldlega niður þegar þau fara í gegnum meltingarveginn og leysast upp í hlaupkennt efni í þörmunum. Það lengir í raun tímann sem það tekur mat að ferðast í gegnum meltingarveginn og styður við hægari meltingu, sem leiðir til betri upptöku og dregur úr sveiflum í blóðsykri. Þetta er ólíkt óleysanlegum trefjum sem haldast heilir á ferð sinn um meltingarveginn.
Fæðubótarefni sem innihalda betaglúkan og meiri trefjar í mataræðinu
Sveppir eru frábær uppspretta betaglúkans. Leitaðu að þessum tegundum: Tókasveppur (Shiitake), Maitake, Reishi, Turkey tail, Oyster, Splitgill og Enoki. En þú þarft ekki að borða þessa næringarríku sveppi í öll mál til að njóta góðs af hinum meinhollu eiginleikum betaglúkans.
Almennt borðar fólk ekki nógu mikið af trefjum. Ákjósanlegt magn er 30 grömm á hverjum degi, en staðreyndin er sú að flestir ná ekki einu sinni helmingnum af þessu magni. Til að stuðla að heilbrigðri meltingu og góðri almennri líðan er mikilvægt að við skiljum trefjaneyslu okkar og finnum leiðir til að innleiða betaglúkan í mataræði okkar.
Náttúrulega trefjaríka blandan ZinoBiotic+1 er dæmi um slíka leið. Hún inniheldur betaglúkan úr höfrum, inúlín og frúktófásykru (FOS) úr síkóríurót, psyllium hýði, gúargúmmítrefjar úr indverskum þyrpibaunum, og tormelta sterkju úr korni, grænum banönum og kartöflum. Hún er hönnuð til að styðja við þarmaheilsu, koma jafnvægi á kólesteról2 og örveruflóruna, bæta hægðir3, og draga úr hækkun blóðsykurs eftir máltíðir4.
Átta trefjaefni (ólíkt flestum vörum á markaðnum) ferðast um meltingarveginn og gerjast í ristlinum þar sem þau „fóðra“ góðgerla svo þeim fjölgi umfram þá sem eru ekki eins æskilegir. Þessi trefjablanda er einnig seðjandi og dregur úr þembu. Þótt ZinoBiotic+ sé trefjablanda hefur hún jákvæð áhrif á allan líkamann, frá toppi til táar.
* These statements have not been evaluated by the Food and Drug Administration. This product is not intended to diagnose, treat, cure, or prevent any disease.
1. Fullyrðingin um að í fæðu sé mikið af trefjum
Fullyrðingin um að í fæðu sé mikið af trefjum og allar fullyrðingar sem hafa sennilega sömu merkingu fyrir neytandann, má aðeins setja fram þegar varan inniheldur að minnsta kosti 6 g af trefjum í hverjum 100 g eða að minnsta kosti 3 g af trefjum í hverjum 100 kkal.
2. Betaglúkan stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda
Betaglúkan stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda. Fullyrðinguna má eingöngu nota fyrir mat sem inniheldur að minnsta kosti 1 g af betaglúkönum úr höfrum, hafraklíði, byggi, byggklíði, eða úr blöndum af þessum tegundum á hvern magngreindan hluta. Fullyrðingin krefst þess að neytendur séu upplýstir um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 3 g af betaglúkönum úr höfrum, hafraklíði, byggi, byggklíði eða úr blöndu þessara betaglúkana.
4. Replacing digestible starches
Að skipta út meltanlegri sterkju fyrir torleysta sterkju í máltíð hjálpar til við að tempra blóðsykurshækkun eftir þá máltíð. Fullyrðinguna má eingöngu nota fyrir mat þar sem skipt hefur verið út meltanlegri sterkju fyrir torleysta sterkju þannig að lokainnihald torleystrar sterkju samsvari að minnsta kosti 14% af heildarsterkjuinnihaldi.
Deila þessari síðu
Eða afrita hlekk