Skip to main content
Shopping cart
Heilsa • miðvikudagur, 5. apríl 2023 • 3 min

Hvernig þú getur aukið orkustigið þitt yfir hátíðarnar

By Zinzino

Ljós, skraut og sálmar, en líka myrkur, kuldi og streita. Þó jólin þýði gleði fyrir fullt af fólki um allan heim, þá fylgir þeim vetrarþreyta og mikil ábyrgð. Að finna bestu gjöfina fyrir alla, undirbúa húsið fyrir gestina, elda ógleymanlegar máltíðir og takast á við meltingartruflanir getur tæmt orkubirgðirnar.

Viltu góðu fréttirnar? Það eru til lausnir. Að finna fyrir þreytu og orkuleysi er algengara en þú heldur, og í ys og þys nútímans eru ástæðurnar margar og margslungnar, en tengjast þó flestar lífsstíl, næringu og venjum. Við höfum tekið allar upplýsingarnar saman sem þú þarft svo þú skiljir hvað er að gerast í líkamanum þínum og vitir hvað þú þarft að gera til að auka orkustigið fyrir jólin.

Hvað veldur þreytu á veturna

Snæviþakið landslag er fagurt, en vetur þýðir líka færri daga með sólarljósi sem veldur því að við fáum ekki nóg D-vítamín og getur stuðlað að vetrarþreytu. Þegar líkaminn greinir þennan skort er hugsanlegt að heilinn framleiði meira melatónín en venjulega, sem er hormónið sem örvar svefn allt árið um kring.

Aðrir þættir geta líka haft áhrif á orkustigið okkar, svo sem streita eða tími fyrir framan skjá, en enginn þeirra gegnir jafn mikilvægu hlutverki í vetrarþreytu og skortur á D-vítamíni. Fyrsta ráðið okkar er þess vegna: gættu þess að vera með nægt D-vítamín í líkamanum.

D-vítamín og áhrif á orku (vítamín sem auka orku)

Lítil orka eða kraftleysi er algengt einkenni D-vítamínskorts. D-vítamín er nauðsynlegt næringarefni sem stuðlar að eðlilegu ónæmiskerfi. Það styður við mikilvæga virkni í líkamanum og hjálpar okkur að stjórna frásogi kalsíums. Að tryggja nægilegt magn D-vítamíns er mikilvægt fyrir eðlilegan vöxt og þroska beina og tanna.

Rétt eins og sólskin getur fæða stuðlað að um 10% af vítamínneyslu okkar. Reyndu að borða eggjarauður, feitan fisk, rautt kjöt. Hins vegar er ekki víst að næringarinnihald nútímalegs mataræðis innihaldi nóg af D-vítamíni. Gættu þess að láta athuga magnið þitt reglulega til að ákvarða hvort þú þurfir að auka inntökuna með fæðubótarefnum á ákveðnum tímum ársins. ZinoShine+ er náttúruleg, vegan D3-vítamín fæðubót í lífvirkasta formi þess, með villtum fléttum og fjölvirku magnesíumi.

Aðrar leiðir til að auka orkustigið þitt yfir daginn eru C-vítamín, B-vítamín (B2, B3, B5, B6, B12), kalsíum og önnur næringarefni eins og trefjar og járn. Lestu áfram til að kynna þér hvernig þú fengið þau í gegnum fæðuna.

Mataræði sem eykur orku

Það skiptir máli hvað þú borðar og drekkur og ekki bara yfir hátíðarnar. Reyndu að borða fæðu sem eykur orku, sem í raun er ekkert annað en heilbrigt og hollt mataræði. Hvers konar fæðu ætti mataræði sem eykur orku að innihalda?

  • Fimm ólíkar gerðir ferskra ávaxta og grænmetis.
  • Belgjurtir, eins og kjúklingabaunir eða linsubaunir.
  • Prótein sem geta komið úr belgjurtum, fiski eða kjöti (helst hvítu og óunnu).
  • Holl fita, eins og avókadó, extra virgin ólífuolía (R.E.V.O.O) og hnetur
  • Að minnsta kosti 55% af kolvetnum á borð við kartöflur, hrísgrjón eða pasta, helst heilkorna.
  • Forðastu viðbættan sykur, transfitu og unnin matvæli.

Matvæli sem veita þér orku

Það eru til mörg náttúruleg matvæli sem þú getur borðað til að fá viðbótarorkuna sem þú þarft á veturna.

Í flokki ávaxta eru bananar auðugir af A-vítamíni, B6-vítamíni, C-vítamíni, kalíum og trefjum og eru frábært orkusnarl. Ber (auðug af C-vítamíni og mangani), avókadó (sem innihalda fólat, magnesíum, kalíum, vítamín B2, B3, B5, B6) eða appelsínur (C-vítamín) eru líka góðir náttúrulegir orkugjafar. Og í flokki grænmetis, spínat (C-vítamín, járn, kalsíum, magnesíum) og sætar kartöflur (A-vítamín, B6-vítamín, C-vítamín, kalíum og trefjar) geta einnig veitt þér andoxunarefnin og næringarefnin sem þú þarft yfir daginn.

Önnur matvæli sem geta gefið þér orku eru hnetur eins og valhnetur, möndlur eða hnetusmjör. Hnetur innihalda prótein, ómettaða fitu, trefjar og steinefni eins og kalsíum og magnesíum. En mundu að gæta hófs þar sem þær innihalda margar kaloríur. Að auki munu belgjurtir eins og linsubaunir og kjúklingabaunir og baunir eins og sojabaunir hjálpa þér að viðhalda vöðvum þar sem þær innihalda prótein, fólat, járn, trefjar og fosfór. Að lokum má nefna að sum matvæli úr dýraríkinu geta veitt þér aukna orku eins og náttúruleg jógúrt, feitur fiskur eða egg, sem eru auðug af próteini.

Það getur verið áskorun að borða allt á listanum, ekki síst á jólunum! Kynntu þér úrval Zinzino af prófunarbyggðum, vísindalega sönnuðum fæðubótarefnum eins og Xtend+ (sem inniheldur 22 nauðsynleg vítamín og steinefni), Protect+ (sem inniheldur D3- og C-vítamín) og BalanceOil+ (sem inniheldur Omega-3 fitusýrur og ólífuolíu) því þau geta hjálpa þér að ná því sem þú færð ekki úr mataræðinu þínu. 

Vökvun og áhrif hennar á orkustig 

Það er líka samspil á milli vökvunar og orkustigs. Við erum gerð úr vatni (60% af líkamanum) og við þurfum að endurheimta vatnið sem við missum yfir daginn til að tryggja næga vökvun. Eitthvað eins einfalt og að gleyma að drekka nóg af vatni getur valdið þreytu vegna ofþornunar. Gættu þess að drekka á milli 1,5 og 2 lítra á dag til að fá næga vökvunarorku.

Svefn og áhrif hans á orkustig

Góðar svefnvenjur eru lykillinn að því að hlaða batteríin. Reyndu að ná um 8 tíma svefni á hverri nóttu.

Við mælum með því að þú byrjir að slaka á um einum til tveimur tímum áður en þú leggst til svefns og reynir að viðhalda reglulegum svefnvenjum. Að verja minni tíma fyrir framan skjá á kvöldin mun líka hjálpa þér að sofna. Slökktu á tilkynningum á símanum til að lágmarka áhrif frá bláu ljósi sem mun halda fyrir þér vöku. Reyndu líka að forðast að nota björtustu stillinguna á sjónvarpinu ef þú horfir á það á kvöldin.

Hefð er fyrir því að vaka frameftir á aðfangadagskvöld eða gamlárskvöld, en reyndu almennt að fara alltaf að sofa á sama tíma til að gæta að orkustiginu.

Hreyfing til að auka orku

Það er hægara sagt en gert að finna réttu æfingarrútínuna og þess vegna munum við byrja á því að segja þér hvað þú færð út úr því (sem er mikið!). Að hreyfa sig hefur ýmsan heilsufarslegan ávinning. Það eykur orku og vellíðan og er líka gott fyrir svefninn. Þú verður líka hamingjusamari þar sem líkaminn framleiðir endorfín þegar þú hreyfir þig. Rannsóknir hafa raunar sýnt að íþróttir og hreyfing geta dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis.

Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að byrja skaltu fara í líkamsræktarstöð með vini þínum og setja saman æfingarútínu. Skoðaðu nokkra valkosti því líkamsræktarstöðvar bjóða stundum upp á sérstök jólatilboð á aðildum og það hjálpar alltaf! Talaðu við starfsfólk líkamsræktarstöðvarinnar til að komast að því hvaða æfingar myndu henta þér og hversu marga daga þú ættir að æfa.

Ekki gleyma að hvíla þig á milli æfinga til að koma í veg fyrir vöðvaþreytu eða meiðsli.

Niðurstaða

Mundu að það tekur tíma að tileinka sér nýjar venjur og það er ferli sem krefst þolinmæði og þrautseigju. Byrjaðu á því að fylgja skrefunum sem við höfum lagt til. Það er frábær leið til að bæta líkamlega og andlega heilsu!