Cart
Shopping cart
Heilsa • föstudagur, 18. september 2020 • 3 min

Vísindin að baki LeanShake sem áhrifaríku máltíðarígildi

By Zinzino

Við búum í þjóðfélagi þar sem ekki er svo auðvelt að grennast. Flest okkar vinna við skrifborð eða heima við núorðið sem gerir það að verkum að við sitjum þriðjung sólarhringsins. Þegar við bætist hvernig matur nú til dags er framleiddur, geymdur og eldaður er engin furða að margir eigi erfitt með að losa sig við aukakílóin (og halda þeim í burtu).

Það háir gjarnan hristingum sem er ætlað að vera ígildi máltíðar að mörg fyrirtæki leggja meiri áherslu á bragð en næringu. LeanShake frá Zinzino sannar að ekki þarf að fórna bragði fyrir næringu eða öfugt.

LeanShake er skilvirk leið til að njóta kosta máltíðar í formi hristings sem veitir góða næringu og er góð leið til að stýra líkamsþyngd. Fólk sem vill grennast1 ætti að skipta út tveimur máltíðum fyrir LeanShake. Til að viðhalda eðlilegri þyngd skaltu nota LeanShake í stað einnar máltíðar. Og ef líkamshreysti og uppbygging vöðva2 er takmarkið, fáðu þér hann einu sinni eða tvisvar á dag, fyrir eða eftir æfingu.

Fyrir þá sem borða yfirleitt minni máltíðir getur LeanShake satt hungrið á milli máltíða.

Fækkaðu aukakílóum, byggðu upp vöðva (og „góðar“ bakteríur í meltingarveginum)

Hristingurinn er ljúffengt (já, ljúffengt) máltíðarígildi sem er hannað til að hjálpa þér að grennast1, með því að koma í stað tveggja máltíða á dag á orkusnauðu mataræði. Hann styður við vöðvauppbyggingu2, þökk sé einstakri prótínblöndu Zinzino.

LeanShake kemur einnig jafnvægi á örflóruna og stuðlar þannig að heilbrigðum meltingarvegi. Hann inniheldur trefjablönduna sem er að finna í ZinoBiotic, sem styður við vöxt „góðra“ baktería í ristlinum. LeanShake „fóðrar“ þessa örflóru svo hún verði hærra hlutfall af bakteríuflórunni. Styrkur LeanShake (og ZinoBiotic) felst í því að örva vöxt „góðra“ baktería í öllum ristlinum. „Góðu gæjarnir“ hjálpa til við gerjun trefja, framleiðslu vítamína og fræðslu ónæmiskerfisins.

Að minnka neyslu unnins og mikið unnins matar sem inniheldur mikið magn sykurs og fitu getur stuðlað að bættu heilbrigði meltingarvegarins. Auk þess er neysla fjölbreytts mataræðis sem er að stofni til úr plöntum mikilvæg fyrir almennt heilbrigði. Reyndu að fylgja trefjaríku mataræði3 til að styðja við örflóruna í meltingarveginum þínum.

LeanShake er með lágt sykurálag (GL), og bragðið kemur úr náttúrulegum hráefnum á borð við hunangsduft og stevíu. LeanShake færir líkamanum snjalla blöndu prótína, trefja og fitusýra, og meira en 25 vítamín og steinefni sem eru nauðsynleg fyrir þyngdartap og þjálfun – allt í einum 231 hitaeininga skammti.

leanshake-vanilla-blogg.png

Prótín, trefjar og fitusýrur - og hristingurinn er einnig í boði án mjólkur

LeanShake Strawberry og LeanShake Chocolate innihalda mysuprótíneinangur og mjólkurprótínþykkni, sem bæði eru auðug af nauðsynlegum fitusýrum. Prótín styðja ekki aðeins við vöðvauppbyggingu2, heldur einnig að viðhaldi eðlilegra beina4. Talandi um prótín, þessar tvær bragðtegundir eru besta uppspretta prótíns sem fyrirfinnst náttúrulega í líkamanum: kollagenpeptíð. Mysu- og mjólkurprótín hafa fleiri jákvæð áhrif á líkamann. Mjólkurlausu valkostirnir fyrir grænmetisætur, Vanilla og Berry, innihalda bauna- og hafraprótín.

LeanShake inniheldur snjalla blöndu trefjaefna sem örva vöxt æskilegrar örflóru og stuðlar að viðhaldi hennar. Hið mikla innihald trefja3 stuðlar að mýkri og meiri hægðum5. Og Zinzino lætur tækifæri til að jafnvægisstilla Omega-6:3 hlutfallið enn frekar, aldrei framhjá sér fara. LeanShake inniheldur alfalínólensýru og betaglúkan sem stuðla að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda6 7.

meal-replacement-chocklate.jpeg

Komdu þér í form með LeanShake

Þú getur notað LeanShake máltíðarígildi Zinzino til að grennast1, án þess að fara á mis við næringarefni. Skoðaðu bara yfirlitið yfir næringarefnin til að sjá hversu góður LeanShake er fyrir mataræði og æfingaprógrammið þitt.

Um er að ræða hristing sem er ljúffengt máltíðarígildi sem mun seðja hungrið þannig að þú hlakkar til að gæða þér á honum (og það reglulega).

Skálaðu fyrir góðri heilsu og drekktu þessa ofurhollu blöndu. Hráefni á borð við kínóa veita honum rjómakennda áferð og bragðefni á borð við duft sem er unnið úr ananas veita náttúrulega sætu.

Smelltu hérna til að fá ljúffengar LeanShake uppskriftir. 

* Þessar fullyrðingar hafa ekki verið metnar af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (Food and Drug Administration). Þessari vöru er ekki ætlað að greina, meðhöndla, lækna eða koma í veg fyrir nokkurn sjúkdóm.

 
1. Að skipta tveimur máltíðum á dag á orkusnauðu mataræði út fyrir máltíðarígildi

Að skipta tveimur máltíðum á dag á orkusnauðu mataræði út fyrir máltíðarígildi stuðlar að þyngdartapi. Fullyrðingin krefst þess að matvælin falli undir skilgreininguna sem kemur fram í tilskipun 96/8/EB varðandi matvæli samkvæmt b-lið 2. mgr. 1. gr. þeirrar tilskipunar. Til að ná tilgreindum áhrifum þarf að skipta tveimur máltíðum á dag út fyrir máltíðarígildi.

2. Prótín stuðlar að vexti vöðvamassa

Prótín stuðlar að vexti vöðvamassa. Prótín stuðla að viðhaldi vöðvamassa. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn prótíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR PRÓTÍN samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

3. Fullyrðingin um að í fæðu sé mikið af trefjum

Fullyrðingin um að í fæðu sé mikið af trefjum og allar fullyrðingar sem hafa sennilega sömu merkingu fyrir neytandann, má aðeins setja fram þegar varan inniheldur að minnsta kosti 6 g af trefjum í hverjum 100 g eða að minnsta kosti 3 g af trefjum í hverjum 100 kkal.

4. Prótín stuðla að viðhaldi eðlilegra beina

Prótín stuðla að viðhaldi eðlilegra beina. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn prótíns sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR PRÓTÍN samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

5. Hafrar stuðla að mýkri og meiri hægðum

Hafrar stuðla að mýkri og meiri hægðum. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem eru rík af trefjum eins og tilgreint er í fullyrðingunni TREFJARÍK samkvæmt upptalningu í viðauka við Reglugerð (EB) nr. 1924/2006.

6. ALA stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda

ALA stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda. Fullyrðinguna má aðeins nota um matvæli sem innihalda a.m.k það magn af ALA sem tilgreint er í fullyrðingunni INNIHELDUR OMEGA 3 FITUSÝRUR samkvæmt upptalningu í viðauka við reglugerð (EB) nr. 1924/2006. Neytendur skulu upplýstir um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 2 g of ALA.

7. Betaglúkan stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda

Betaglúkan stuðlar að viðhaldi eðlilegra kólestórgilda. Fullyrðinguna má eingöngu nota fyrir mat sem inniheldur að minnsta kosti 1 g af betaglúkönum úr höfrum, hafraklíði, byggi, byggklíði, eða úr blöndum af þessum tegundum á hvern magngreindan hluta. Fullyrðingin krefst þess að neytendur séu upplýstir um að jákvæðu áhrifin fáist með daglegri inntöku á 3 g af betaglúkönum úr höfrum, hafraklíði, byggi, byggklíði eða úr blöndu þessara betaglúkana.