Cart
Shopping cart
Heilsa • fimmtudagur, 24. júní 2021 • 3 min

Sjö raunæfar leiðir til að ná 10.000 skrefum á dag

By Zinzino

Ef þú átt iPhone þá fylgir Health appið sjálfkrafa með símanum. Oftast nær er fólk með símana á sér allan daginn þannig að þeir henta afar vel sem fyrsta tækið til að mæla hversu mörg skref á dag eru góð fyrir heilsuna. Alltaf eru þó einhver lítil skref sem safnast upp yfir daginn og telja ekki með þegar viðkomandi er ekki með símann á sér. Því skal ekki örvænta þó appið sé opnað eftir annasaman dag og skrefatalan er lægri en þú bjóst við.

Þegar gengið er til að hreyfa sig þá veitir það ýmiss konar ávinning en reyndin er sú að lífstíll nútímamannsins er ekki hentugur fyrir fólk sem vill ná að ganga 10.000 skref á dag, tölum ekki um í miðjum heimsfaraldri. Tilveran hefur umturnast á síðustu árum. Við erum meira heima við en nokkru sinni fyrr og verðum að finna upp á nýjum leiðum til að viðhalda líkamlegri virkni.

Gengið til að hreyfa sig: Byrjaðu á því að taka eitt skref í einu


Lykillinn að því er að velja skrefatölu sem virkar fyrir þig þegar þú spyrð „Hversu mörg þrep á dag ætti ég að taka?“. Hafðu 10.000 skref að markmiði en ef það er ekki raunhæft skaltu velja þér tölu sem þú veist að þú getur náð. Mátturinn er í vananum og þegar þér hefur tekist að ná daglega skrefalágmarkinu í tvær vikur mun skriðþunginn sjá um restina. Einbeittu þér að smávægilegum breytingum í litlum þrepum, ekki háleitum markmiðum.

Þarftu aðstoð við að taka eitt skref í einu? Byrjaðu á einnar viku áskoruninni með þessum sjö ráðum.

1. Hvernig hægt er að ná 10.000 skrefum á dag: Haltu utan um daglegan skrefafjölda

Náðu þér í Fitbit eða snjallúr svo þú getir fengið skýrari hugmynd um hversu mörg skref þú tekur á hverjum degi. Þú vilt ná að mæla hvert einasta skref, jafnvel heima hjá þér. Já, meira að segja þessi 50 skref yfir á baðherbergið og til baka. Það er ótrúlegt hvað þetta telur.

2. Félagslegur ávinningur af því að ganga til að hreyfa sig:

Endurnýja kynnin við gamlan vin eða gamla vinkonu
Er náinn vinur eða vinkona í nágrenninu? Einsettu þér að hitta þennan vin eða vinkonu vikulega til að ná hreyfingarmarkmiðinu. Biddu vin þinn eða vinkonu um að fá sér snjallúr svo þið getið samstillt ykkur og sýnt stuðning í verki. Þannig breytist „hreyfing“ í „tími með besta vininum eða vinkonunni“.

girls-walking-training-cloth.jpeg

3. Slepptu bílnum þegar þú skreppur út í búð

Jafnvel ef þú ert að vinna heima skaltu finna ástæðu til að fara út í göngutúr á hverjum degi. Skildu bílinn eftir og labbaðu út til að kaupa í matinn. Nýttu þessa snúninga sem tækifæri til þess að næla þér í fleiri skref.

4. Fáðu þér hund

Það þarf ekki mikla hvatningu til að fara út að ganga þegar þú ert með dúllulegan lítinn hvolp. Sem hundaeigandi muntu næla þér í skrefin sem þú þarft án þess að þurfa að hugsa um það. Farðu með voffa út í „pissupásur“, til að brenna umframorku og hitta aðra hunda. Þannig verður hreyfingin sjálfkrafa hluti af þinni daglegu rútínu.

dog-walk.jpeg

5. Spurðu sjálfa(n) þig hvernig þú getir náð fleiri skrefum þann daginn.

Með því að hafa þessa spurningu í huga, verður auðveldara að taka meðvitaða ákvörðun um að ganga meira. Er uppáhalds veitingastaðurinn þinn eða verslunin þín í 10 mínútna fjarlægð? Ekki taka bílinn eða leigubíl, gakktu þangað. Og slepptu öllum lyftum, taktu frekar stigann.

6. Hlauptu eftir kaffinu!

Þetta ætti ekki að vera erfitt fyrir ykkur kaffiaðdáendurna. Ef það er hverfiskaffihús sem er orðið hluti af þinni daglegu morgunrútínu þá ættirðu að prófa að ganga þangað fyrir vinnu. Þú munt elska hvernig það lætur þér líða eins og þú sért hluti af nærsamfélaginu (og munt elska að horfa á skrefatöluna hækka strax í morgunsárið).

coffee-in-sunshine.jpeg

7. Láttu fríska loftið lyfta þér úr síðdegislægðinni

Þó að kaffi undirbúi þig fyrir afkastamikinn morgun, þá er göngutúr í fersku loftinu hið fullkomna úrræði fyrir orkuleysinu sem oft gerir vart við sig í kringum klukkan 15. Þegar þú finnur fyrir þreytu þá getur þú farið á flakk og náð þér í nokkur skref í leiðinni. Það er einnig góð leið til að ná öllu göngumarkmiðinu í einni andrá. Blandaðu þessu styttra flakki út daginn við klukkutímalangan göngutúr til að ná hjartslættinum upp. Settu á eitthvað hlaðvarp, hlustaðu á tónlist eða reyndu bara stilla þig inn á bylgjulengd náttúrunnar. Áður en þú veist af hefur þessi tími orðið þér kær – ekki bara eitthvað til að gera heldur eitthvað sem má hlakka til.

Þú getur þetta. Eitt skref í einu!