Cart
Shopping cart
Heilsa • miðvikudagur, 29. mars 2023 • 5 min

Þarf ég að taka blóðprufu áður en ég nota fæðubótarefni?

By Zinzino

Hver líkami er einstakur. Engin ein regla gildir þegar það kemur að góðri heilsu. Lífsstíll þinn, næring og erfðafræði hafa áhrif á almenna heilsu þína.

Þarfir þínar eru ólíkar yfir árið og á mismunandi æviskeiðum. Einstaklingsmiðuð næring gerir ágiskanir óþarfar til að bæta heilsuna – og setur þig í upplýsta, valdeflandi stöðu til að taka ákvarðanir um þína heilsu.

BalanceTest prófið frá alþjóðlega heilsufyrirtækinu Zinzino er nafnlaust og vísindalegt blóðdropapróf sem auðvelt er að taka heima hjá þér og þar sem trúnaðar er gætt um niðurstöðurnar. Það er einföld og áhrifarík leið til að fylgjast með nauðsynlegum fitusýrum þínum og núverandi Omega-6:3 hlutfallinu þínu og gerir þér kleift að velja fæðubótarefni í samræmi við niðurstöðurnar. Fáðu nýja mælingu á fjögurra mánaða fresti til að bera niðurstöðurnar saman við fyrri mælingar, fylgjast með framförum þínum og fá skriflega sönnun fyrir því að fæðubótarefnin séu að virka fyrir líkamann þinn.

Hvað er BalanceTest?

Að fá yfirgripsmikla blóðprufu til að mæla fitusýrustöðuna þína er þýðingarmikil leið til að skilja núverandi heilsufar þitt og áhrif lífsstíls þíns. BalanceTest prófið mælir 11 fitusýrur í blóðinu, þar á meðal nauðsynlegar Omega-3 fitusýrur, og gefur þér sex mismunandi heilsuleiðarmerki sem byggjast á Omega-6:3 mælingunni þinni – svo þú getir fylgst með heilsunni þinni og næringarþörfum.

Prófið tekur aðeins nokkrar mínútur, það lýtur umsjón óháðs aðila og niðurstöðurnar þínar eru tilbúnar innan þriggja vikna. Auk mikilvægra upplýsinga um Omega-6:3 jafnvægið í mataræði þínu sýnir skýrslan einnig Omega-3 stuðul líkamans, verndargildi, fljótanleika frumuhimna og andlegan styrk. Þú færð ítarlegar, einstaklingsmiðaðar ráðleggingar um hvernig þú getur náð betra jafnvægi í lífinu með mataræði og hreyfingu. Notaðu niðurstöður úr prófunum þínum sem viðmiðunarpunkt á heilsuferðalagi þínu í átt að því að koma jafnvægi á líkamann með hágæða Omega fæðubótarefnum eins og BalanceOil+. Þetta fæðubótarefni hefur 18 EFSA-samþykkt jákvæð heilsuáhrif sem stuðla að eðlilegri starfsemi heila, hjarta og ónæmiskerfis.

Í dag taka 500 milljónir manna Omega-3 fæðubótarefni og gagnagrunnur Zinzino með upplýsingum um þurrkuð blóðdropasýni er einn sá stærsti í heimi. 97% þeirra sem taka BalanceTest uppgötva að Omega-6:3 hlutfallið þeirra er í ójafnvægi þar til þau byrja að nota eða skipta yfir í BalanceOil+.

Hvað er verið að prófa?

BalanceTest prófið veitir þér nákvæma mælingu á 11 fitusýrum í blóðinu þínu. Er þar um að ræða palmitínsýru (PA), sterínsýru (SA), olíusýru (OA), línólsýru (LA), alfalínólensýru (ALA), gammalínólensýru (GLA), díhómógammalínólensýru (DHGLA), arakídónsýru (AA), eikósapentensýru (EPA), dókósapentensýru (DPA) og dókósahexanósýru (DHA).

man-taking-blood-test.jpeg

Hvernig á að undirbúa sig fyrir BalanceTest?

Þú getur tekið BalanceTest prófið hvar og hvenær sem er, þar sem þú þarft ekki að fasta. Þegar þú tekur prófið aftur skaltu reyna að gera það við sömu aðstæður og í fyrra skiptið til að fá sem bestan samanburð. Að taka prófið ætti aðeins að taka nokkrar mínútur og leiðbeiningarnar eru einfaldar og það er auðvelt að fylgja þeim. Gættu þess að lesa þær vandlega frá upphafi til enda áður en þú byrjar.

Veldu þann tíma sem hentar best til að taka BalanceTest prófið. Þvoðu hendurnar og veldu fingurgóm sem þú þrífur líka vel með meðfylgjandi sprittþurrku. Stingdu fingurinn með bíldunni og láttu nokkra dropa af blóði leka á síupappír. Láttu blóðdropana loftþorna í 10 mínútur áður en þú lokar sýnaspjaldinu. Taktu ljósmynd af prófnúmerinu þínu og skráðu það nafnlaust á netinu áður en þú sendir sýnið þitt. Til að fá frekari upplýsingar um Omega-3 blóðprufuferli Zinzino skaltu fara inn á zinzinotest.com.

Að skilja niðurstöðurnar

Eftir 10-21 dag færðu textaskilaboð um að blóðsýnið þitt hafi verið greint og þá getur þú skráð þig inn á prófílinn þinn á zinzinotest.com til að fá niðurstöðurnar. Niðurstöðurnar þínar verða birtar á auðskiljanlegu sniði, með myndum, prósentum og litakóðun. Mundu að heilsufarsástand okkar er ekki óbreytilegt og þú þarft að taka prófið aftur eftir 120 daga, sem er sá tími sem það tekur blóðkornin okkar að endurnýjast, til að fylgjast með núverandi heilsufari þínu.

Prófskýrslan hefur að geyma persónulegar ráðleggingar og leiðbeiningar um hvernig þú getur endurheimt nauðsynlegt Omega-6:3 jafnvægi líkamans til að styrkja þig á heilsuferðalaginu þínu, þar á meðal sérstakar ráðleggingar um mataræði eins og að auka neyslu fæðu sem inniheldur Omega-3 fitusýrur og draga úr neyslu Omega-6 fitusýra. Notaðu fæðutillögurnar til að leiðbeina þér um næringarval þitt ásamt því að taka BalanceOil+ daglega.

man-reading-customer-offer.jpeg

Hvað er Vitamin D Test prófið?

Vitamin D Test prófið er annað vísindalegt og einstaklingsmiðað blóðdropapróf Zinzino sem hægt er að taka heima hjá sér. Það gerir þér kleift að fylgjast með gildum „sólskinsnæringarefnisins“ allt árið um kring og ákvarða hvort þú þurfir næringarstuðning til að bæta hin mikilvægu D-vítamíngildi.

Persónulega D-vítamínstaðan þín er stöðugt að breytast með tilliti til lífsstíls og árstíðabundinna breytinga. Mældu gildin þín á fjögurra mánaða fresti, sérstaklega ef þú býrð á kaldara svæði þar sem vetur eru langir. Vitamin D Test prófið gerir þér auðveldara um vik að viðhalda hámarksgildum þínum.

Hvað er verið að prófa?

D-vítamín blóðdropaprófið mælir D-vítamínmagnið í líkamanum sem þú færð úr fæðu, fæðubótarefnum og sólskini svo þú getir séð hvort gildin þín séu of há, hæfileg eða of lág. Þótt það séu margar leiðir til að mæla D-vítamínmagn er nákvæmasta aðferðin 25-hýdroxý D-vítamín próf. Hún mælir magn 25(OH)D, einnig kallað kalsídíól, í blóðinu. D-vítamín verður að fara í gegnum nokkur umbreytingarferli áður en líkaminn getur notað það og kalsídíól er efnið sem líkaminn breytir D-vítamíni fyrst í þegar það kemur í lifrina.

Hvers vegna þarf ég að taka prófið?

Talið er að meira en einn milljarður manna þjáist af D-vítamínskorti á heimsvísu*. Þetta næringarefni stuðlar að eðlilegu ónæmiskerfi, beinum, liðum, vöðvum og tönnum. Þar sem við fáum allt að 80% af D-vítamíninu okkar frá sólinni er mikilvægt að íhuga hversu miklum tíma þú verð utandyra þar sem sólin er náttúruleg uppspretta D-vítamíns. Lífsstíll þinn, aldur, klæðnaður, sólarvarnarnotkun, húðgerð og jafnvel búsetusvæði gæti dregið úr getu líkamans til að framleiða D-vítamín úr sólinni.

Yfir vetrarmánuðina þegar líkami okkar er ekki fær um að framleiða D-vítamín úr sólinni þurfum við að treysta á mat eða fæðubótarefni til að viðhalda gildum okkar. Rétt eins og fitusýrusniðið eru D-vítamínþarfir okkar einstaklingsbundnar. D-vítamínprófun gerir þér auðvelt um vik að fylgjast með stöðunni þinni og aðlaga hana á náttúrulegan hátt með hjálp ZinoShine+ – náttúrulegs fæðubótarefnis sem inniheldur vegan D3-vítamín í sínu lífvirkasta formi sem er framleitt úr villtum fléttum og breiðvirkt magnesíum.

Hvernig átt þú að undirbúa þig fyrir Vitamin D Test prófið?

Þú þarft ekki að gera neitt sérstakt til að undirbúa þig fyrir að taka D-vítamínprófið heima hjá þér. Þú þarft ekki að fasta. Settið inniheldur leiðbeiningar sem auðvelt er að fylgja og leiða þig í gegnum einföldu skrefin til að taka prófið á nokkrum mínútum. Má þar nefna að taka ljósmynd af einstaka prófnúmerinu þínu, þvo hendurnar, örva blóðflæði með hreyfingum og stinga bíldunni í fingurgóminn. Fylltu út í hringina á síupappírnum með blóði og láttu sýnaspjaldið þorna í að minnsta kosti 10 mínútur.

Lestu allar leiðbeiningar áður en þú notar Vitamin D Test settið. Frekari upplýsingar er að finna á zinzinotest.com.

*Heimild: gagnreynd klínísk rannsókn sem var birt í New England Journal of Medicine.